Framherji 21-árs landsliðsins til Víkings

Hilmir Rafn Mikaelsson sækir að marki Wales með íslenska 21-árs …
Hilmir Rafn Mikaelsson sækir að marki Wales með íslenska 21-árs landsliðinu í haust. mbl.is/Eyþór Árnason

Hilmir Rafn Mikaelsson, sóknarmaður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur samið til fjögurra ára við norska úrvalsdeildarfélagið Viking frá Stavanger.

Hilmir, sem er upphaflega úr Kormáki á Hvammstanga, lék með Fjölni í 1. deild árið 2021 áður en hann fór til Venezia á Ítalíu.

Þar náði hann að spila einn leik í A-deildinni en var síðan lánaður til Tromsö í norsku úrvalsdeildinni og var svo í láni hjá Kristansund í sömu deild allt síðasta tímabili og spilaði 27 af 30 leikjum liðsins.

Hann kannast því vel við sig í Noregi en lið Viking endaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar 2024 og leikur því í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu næsta sumar.

Hilmir hefur leikið 26 leiki með U19 og U21 árs landsliðum Íslands og skorað fyrir þau sjö mörk.

Hann skrifaði undir samninginn í dag eftir læknisskoðun og heldur síðan með liðinu til Kanaríeyja í æfingabúðir á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert