Sleppur við fangelsisvist

Knattspyrnuþjálfarinn velski Robert Williams-Jones sleppur við fangelsi fyrir líkamsárás sem hann framdi í miðjum leik á síðasta ári.

Williams-Jones var þjálfari Amlwch Town þegar hann ákvað að kýla aðstoðardómarann við hliðarlínuna í leik gegn Penrhyndeudraeth í þriðju efstu deild Wales.

Williams-Jones var 43 ára gamall þegar atvikið átti sér stað á meðan dómarinn sem varð fyrir árásinni var á táningsaldri.

Þjálfarinn játaði sök og var dæmdur í 24 vikna skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að skila 150 klukkutíma samfélagsþjónustu og greiða 1.000 pund í sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert