Leverkusen hafði betur gegn Dortmund, 3:2, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Leverkusen er í öðru sæti deildarinnar með 35 stig, einu stigi á eftir Bayern München sem á leik til góða, og átta stigum á undan Frankfurt í þriðja sæti. Dortmund er í sjötta sæti með 25 stig.
Leikurinn byrjaði með látum og var staðan 3:1 eftir aðeins 19 mínútur. Patrik Schick gerði tvö mörk fyrir Leverkusen snemma leiks og Nathan Tella eitt. Jamie Gittens gerði mark Dortmund.
Serhou Guirassy gaf Dortmund von á 79. mínútu með marki úr víti en Leverkusen hélt út í lokin og fagnaði naumum sigri.