Vilja 370 milljarða í skaðabætur

Vichai Srivaddhanaprabha lést í þyrluslysi fyrir utan heimavöll Leicester.
Vichai Srivaddhanaprabha lést í þyrluslysi fyrir utan heimavöll Leicester. AFP

Fjölskylda Vichai Srivaddhanaprabha, fyrrverandi eiganda enska knattspyrnufélagsins Leicester City, vill fá 370 milljarða króna í skaðabætur vegna andláts Srivaddhanaprabha.

Hann lést í þyrluslysi árið 2018 fyrir utan heimavöll Leicester. Fjölskylda hans hefur nú farið í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo.

Slysið átti sér stað í október árið 2018 eftir leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Eftir leik lenti þyrlan á miðjum vellinum og hrapaði hún skömmu eftir að hún tók af stað þaðan.

Samkvæmt skýrslu breskra flugmálayfirvalda var slysið óumflýjanlegt vegna bilunar í þyrlunni og var ekkert við flugmanninn að sakast. Leonardo ætlar að verjast ásökununum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert