Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er að skrifa undir nýjan samning við sádiarabíska félagið Al-Nassr.
Það er spænski miðillinn Marca sem greinir frá þessu en Ronaldo, sem er 39 ára gamall, gekk til liðs við félagið frá Manchester United árið 2023.
Ronaldo fær umtalsverða launahækkun í nýja samningnum sínum en hann mun þéna 183 milljónir evra fyrir tímabilið í Sádi-Arabíu en það gera 550.000 evrur á dag.
Portúgalinn þénar því tæpar 80 milljónir íslenskra króna á dag hjá Al-Nassr en hann mun einnig eignast hlut í félaginu við undirskriftina.