Taplausir í fimmta sæti

Juventus hefur gert 13 jafntefli í 20 leikjum til þessa.
Juventus hefur gert 13 jafntefli í 20 leikjum til þessa. AFP/Isabella Bonotto

Karlalið Juventus í knattspyrnu er enn ósigrað í ítölsku A-deildinni eftir að hafa gert jafntefli við Atalanta, 1:1, í gærkvöldi. Þrátt fyrir það er Juventus í fimmta sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Napólí.

Ástæðan er sú að Juventus spilar vart leiki í deildinni án þess að þeim lykti með jafntefli. Alls hefur liðið gert 13 jafntefli í 20 leikjum og unnið hina sjö.

Í gærkvöldi kom Pierre Kalulu Juventus í forystu á 54. mínútu áður en Mateo Retegui jafnaði metin fyrir heimamenn í Atalanta, sem er í þriðja sæti, fjórum stigum frá toppsætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert