Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði gegn toppliðinu í sádiarabíska fótboltanum í kvöld þegar lið hennar, Al Qadsiah, sótti heim ósigrað lið Al Nassr.
Sara minnkaði muninn í 3:1 úr vítaspyrnu þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði þar með sitt sjötta mark í fyrstu tíu umferðum deildarinnar.
Al Nassr er með 30 stig á toppnum eftir tíu umferðir, hefur unnið alla sína leiki, en Al Qadsiah er í fjórða sæti með 18 stig.