Segir nei við sænsku félögin

Arnór Sigurðsson leikur með Blackburn Rovers.
Arnór Sigurðsson leikur með Blackburn Rovers. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki tilbúinn til að fara aftur til Svíþjóðar frá Blackburn Rovers frá Englandi.

Sænskir fjölmiðlar hafa sagt síðustu daga að meistararnir í Malmö, sem og Djurgården og hans gamla félag Norrköping, vilji fá hann í sínar raðir.

Vefmiðillinn FotbollDirekt kveðst hins vegar hafa öruggar heimildir fyrir því að Arnór hafi hafnað öllum þessum félögum og hann sé ekki tilbúinn til að yfirgefa Blackburn til að snúa aftur í sænska fótboltann.

Arnór hefur verið í miklum vandræðum í vetur vegna meiðsla og veikinda og aðeins náð að spila fimm leiki með Blackburn í B-deildinni. Samningur hans rennur út næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert