Hildur lagði upp á Spáni

Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir. Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir lagði upp mark Madrid CFF í 1:1-jafntefli liðsins gegn Valencia í kvöld.

Madrid komst yfir á fjórðu mínútu en Bárbara López Gorrado skoraði eftir stoðsendingu frá Hildi. Marta Carro jafnaði metin fyrir Valencia aðeins þremur mínútum síðar.

Hildur spilaði allan leikinn fyrir Madrid en Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Madrid þegar hún kom inn á 79. mínútu. Hún gekk til liðs við Madrid frá Lilleström í Noregi.

 

Ásdís Karen Halldórsdóttir í leik með Lilleström.
Ásdís Karen Halldórsdóttir í leik með Lilleström. Ljósmynd/Lilleström
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka