Sex mörk í Manchester-slagnum

Ella Toone að fagna þriðja marki sínu í kvöld.
Ella Toone að fagna þriðja marki sínu í kvöld. Ljósmynd/Manchester United

Ella Toone skoraði þrennu þegar Manchester United sigraði Manchester City 4:2 í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

United er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, jafnmörg og Arsenal sem er í öðru sæti. City er með 22 stig í fjórða sæti.

Toone kom United yfir eftir aðeins 14 mínútur og Leah Galton skoraði annað mark United á 21. mínútu.

Toone kom svo United í 3:0 á 36. mínútu en Vivianne Miedema minnkaði muninn fyrir City í 3:1 stuttu síðar.

Rebecca Knaak skoraði annað mark City á þriðju mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik og staðan var 3:2 í hálfleik.

Toone fullkomnaði þrennuna á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og leikurinn endaði 4:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert