Heillaðir af Hákoni á Anfield: Prinsinn frá Íslandi

Hákon Arnar Haraldsson geysist framhjá Dominik Szoboszlai í leiknum á …
Hákon Arnar Haraldsson geysist framhjá Dominik Szoboszlai í leiknum á Anfield í gærkvöld. AFP/Paul Ellis

Ljóst er að stuðningsmenn franska knattspyrnuliðsins Lille eru ánægðir með Íslendinginn sinn, Hákon Arnar Haraldsson, og frammistöðu hans gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Lille setti færslu á samskiptamiðilinn X í dag og spurði stuðningsmenn um álit þeirra á frammistöðu Hákons í leiknum, en hann átti stóran þátt í marki Lille í naumum ósigri, 2:1, og var mjög líflegur í sóknarleik franska liðsins.

Svörin voru fjölmörg og m.a. á þessa leið:

Litli prinsinn frá Íslandi

Mjög líflegur, ég er mjög ánægður með hann, hann kom með mikinn kraft sem liðið þurfti á að halda.

Ef við værum með alvöru kantmenn myndi hann koma enn betur út.

Þetta er óslípaður demantur. Það er mjög sterkt hjá honum að koma svona til baka eftir meiðslin.

Meistari Hákon.

Hann verður að róa sig aðeins. Ef hann heldur svona áfram verður hann ekki lengi hjá Lille! En að öllu gamni slepptu, þá er ég mjög ánægður með hans frammistöðu. Það er gaman að sjá hann leika lausum hala eins og hann gerði.

Mjg líflegur og er stöðugt að bæta sig, dettur stundum aðeins út úr leiknum en núna er frammistaða hans eitt það jákvæðasta á þessu tímabili.

Hann fær 10 í einkunn. Hann vakti athygli Englendinganna.

Setjið hann í lið með Yamal, Mbappé eða Vinicius og hann verður einn ef 50 efstu í Ballon d'Or.

Hann skortir enn líkamlegan styrk í návígin, en hann er enn ungur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert