Fjögur Íslendingalið eru jöfn að stigum með 10 stig hvert í Evrópudeildinni í fótbolta eftir að sjöundu umferð deildarinnar lauk í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson sat allan tímann á varamannabekk Real Sociedad sem tapaði fyrir Lazio á Ítalíu, 3:1, en Real Sociedad er með 10 stig í 18. sæti deildarinnar.
Elías Rafn Ólafsson er fjarverandi vegna meiðsla hjá Midtjylland sem gerði góða ferð til Búlgaríu og vann Ludogorets, 2:0, en Midtjylland er í 19. sætinu með 10 stig.
Elfsborg, sem Júlíus Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson leika með, vann svo 1:0-sigur gegn Nice í Svíþjóð. Eggert Aron var varamaður hjá Elfsborg á meðan Júlíus var ekki í hóp en Elfsobrg er með 10 stig í 20. sætinu.
Þá sat Kristian Nökkvi Hlynsson allan tímann á varamannabekknum hjá Ajax sem tapaði fyrir RFS Ríga í Lettlandi, 1:0, en Ajax er líka með 10 stig í 16. sætinu.
Liðin í 1.-8. sæti deildarinnar fara áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum.
Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni:
Eintracht Frankfurt – Ferencváros 2:0
Elfsborg – Nice 1:0
Lazio – Real Sociedad 3:1
Ludogorets – Midtjylland 0:2
Manchester United – Rangers 2:1
PAOK – Slavia Prag 2:0
RFS Riga – Ajax 1:0
Royale Union St. Gallen – Braga 2:1