Son Heung-min fór mikinn fyrir Tottenham þegar liðið hafði betur gegn Hoffenheim í 7. umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta í Þýskalandi í kvöld.
Leiknum lauk með naumum sigri Tottenham, 3:2, en Son gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Tottenham í leiknum.
James Maddison var einnig á skotskónum fyrir Tottenham en þeir Anton Stach og David Mokwa skoruðu mörk Hoffenheim.
Daníel Tristan fjarri góðu gamni
Þetta var þriðji sigur Tottenham á árinu en liðið er í fjórða sæti Evrópudeildarinnar með 14 stig, tveimur stigum minna en topplið Lazio sem á leik til góða á Tottenham.
Þá var Daniel Tristan Guðjohnsen fjarverandi hjá Malmö þegar liðið tapaði í Svíþjóð fyrir Twente, 3:2, en Daníel Tristan er að glíma við meiðsli.
Malmö er í 31. sæti Evrópudeildarinnar með 4 stig og á litla möguleika á því að enda í 24. sætinu sem myndi tryggja liðinu umspilssæti um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.
Úrslit dagsins í Evrópudeildinni:
AZ Alkmaar – Roma 1:0
Bodö/Glimt – Maccabi Tel Aviv 3:1
Porto – Olympiacos 0:1
Fenerbahce – Lyon 0:0
Malmö – Twente 2:3
Qarabag – FCSB 2:3
Hoffenheim – Tottenham 2:3
Viktproa Plzen – Anderlecht 2:0