Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony er genginn til liðs við Real Betis á Spáni að láni frá enska félaginu Manchester United.
Antony hefur valdið miklum vonbrigðum í treyju Man. United frá því hann var keyptur á rúmar 80 milljónir punda, tæplega 14 milljarða íslenskra króna á núvirði, frá Ajax sumarið 2022.
Hann er 24 ára gamall kantmaður og gildir lánssamningurinn út yfirstandandi tímabil, þar sem Betis mun borgar meirihluta launa Antonys.