Þórir Jóhann Helgason hefur fest sig kyrfilega í sessi sem byrjunarliðsmaður hjá Lecce að undanförnu og nýtti tækifærið vel í kvöld þegar hann lagði upp eitt marka liðsins í 3:1-sigri á Parma á útivelli í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu.
Sigurinn var afar kærkominn fyrir Lecce enda um fallbaráttuslag að ræða. Með sigrinum fór Lecce upp í 13. sæti þar sem liðið er með 23 stig, þremur meira en Parma sem er í 18. sæti, fallsæti.
Þórir Jóhann var í byrjunarliðinu í fjórða deildarleiknum í röð og lagði upp jöfnunarmark Lecce í fyrri hálfleik. Lék hann allan leikinn á miðjunni.