Espanyol vann í kvöld óvæntan heimasigur á Real Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 1:0.
Carlos Romero skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Með sigrinum fór Espanyol upp úr fallsæti en liðið er með 23 stig, tveimur meira en Alavés í 18. sæti. Real er áfram á toppnum með 49 stig.
Grannarnir í Atlético Madrid eru í öðru sæti með 48 stig eftir sigur á Mallorca á heimavelli, 2:0. Samuel Lino og Antoine Griezmann skoruðu mörkin.
Barcelona er í þriðja sæti með 42 stig en Börsungar eiga leik til góða gegn Alavés á morgun.