Færeyjar ráða glæpasöguhöfund

Færeyjar hafa ráðið landsliðsþjálfara.
Færeyjar hafa ráðið landsliðsþjálfara. Ljósmynd/Færeyska knattspyrnusambandið

Knattspyrnusamband Færeyja hefur ráðið Eyðun Klakstein sem nýjan landsliðsþjálfara karlaliðs þjóðarinnar.

Eyðun, sem er 52 ára, hefur þjálfað KÍ Klaksvík, B36 og Víking í Götu í heimalandinu. Þá hefur hann einnig þjálfað U21 árs landslið Færeyja.

Hann hefur verið landsliðsþjálfari til bráðabirgða eftir að Håkan Ericson var rekinn á síðasta ári. Undir stjórn Eyðuns unnu Færeyjar 1:0-sigur á Armeníu og töpuðu fyrir Norður-Makedóníu í Þjóðadeildinni.

Eyðun er ekki aðeins góður knattspyrnuþjálfari því hann skrifaði glæpasögu sem heitir Lygin í íslenskri þýðingu sem Ugla gaf út hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert