Mechelen og Gent skildu jöfn, 3:3, í rosalegum leik í A-deild Belgíu í fótbolta á heimavelli fyrrnefnda liðsins í kvöld.
Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá Gent í stöðunni 3:1 fyrir Mechelen á 57. mínútu og minnkaði muninn í 3:2 á 84. mínútu.
Hugo Gambor tryggði Gent svo eitt stig með marki í uppbótartíma. Eftir jafnteflið er Gent í sjötta sæti með 37 stig eftir 25 leiki.
Andri lék sinn 100. deildaleik á ferlinum í kvöld og skoraði sitt fjórða mark fyrir Gent í deildinni á þessu tímabili.