Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp fyrsta mark Al-Orobah í sigri á Al-Wehda, 4:2, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Eftir sigurinn er Al-Orobah í 13. sæti deildarinnar með 17 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Jóhann Berg lagði upp markið fyrir Englendinginn Brad Young strax á þriðju mínútu leiksins.