Bayern München vann sannfærandi heimasigur á Werder Bremen í þýsku 1. deildinni í fótbolta á heimavelli sínum í kvöld.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Harry Kane Bayern yfir með marki úr víti á 56. mínútu. Leroy Sané gerði annað mark liðsins á 82. mínútu og Kane var aftur á ferðinni á vítapunktinum í uppbótartíma.
Bayern hefur unnið sjö leiki í röð í deildinni og er í toppsætinu með 54 stig, níu stigum meira en Leverkusen sem á leik til góða.