Ramos samdi í Mexíkó

Sergio Ramos eftir leik með París SG.
Sergio Ramos eftir leik með París SG. AFP/Filippo Monteforte

Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos hefur skrifað undir samning við mexíkóska félagið Monterrey. Skrifaði hann undir eins árs samning.

Ramos, sem er 38 ára gamall, hefur verið samningslaus frá því í sumar þegar hann yfirgaf uppeldisfélagið Sevilla.

Miðvörðurinn er á meðal sigursælustu leikmanna sögunnar en Ramos vann meðal annars Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, spænsku deildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum með Real Madríd.

Hann varð franskur meistari í tvígang með París SG og Evrópumeistari með Spáni í tvígang og heimsmeistari einu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert