Mark dæmt af Hákoni er Lille tapaði

Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson. AFP/Sameer Al-Doumy

Hákon Arnar Haraldsson og félagar máttu þola 2:1-tap gegn Le Havre í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Lille er í fimmta sæti deildarinnar með 35 stig en Le Havre er í 17. sæti með 17 stig.

Ahmed Hassan kom Le Havre yfir á 38. mínútu og Issa Soumaré tvöfaldaði forystu liðsins á 56. mínútu.

Hákon skoraði á 81. mínútu en mark hans var dæmt eftir að Varsjáin dæmdi brot á samherja hans, Chuba Akpom, í aðdraganda marksins.

Akpom minnkaði muninn fyrir Lille á sjöundu mínútu uppbótartímans og var lokaniðurstaðan því 2:1-sigur Le Havre.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert