Berst við fjóra karla um mark mánaðarins

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í toppbaráttunni í Þýskalandi með Leverkusen.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í toppbaráttunni í Þýskalandi með Leverkusen. Ljósmynd/Alex Nicodim

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði eitt af fimm fallegustu mörkum janúarmánaðar í þýsku knattspyrnunni að mati íþróttatímaritsins Sportschau.

Sportschau, sem einnig er með íþróttadagskrá á sjónvarpsstöðinni ARD, hefur valið mark mánaðarins í 54 ár og lesendur geta valið á milli markanna sem eru tilnefnd.

Mörk úr öllum atvinnudeildum karla og kvenna koma til greina og að þessu sinni eru það þrjú mörk úr efstu deild karla, eitt úr C-deild karla og svo mark Karólínu fyrir Leverkusen gegn Eintracht Frankfurt í efstu deild kvenna þann 31. janúar sem koma til greina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert