Brasilíska stjarnan Neymar átti ekki góðan dag er hann og liðsfélagar hans hjá Santos gerðu markalaust jafntefli við Novorizontino á útivelli í efstu deild Brasilíu í fótbolta í gær.
Var Neymar, sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, í byrjunarliði Santos í fyrsta skipti frá því hann yfirgaf félagið árið 2013 og fór til Barcelona.
Hann sneri aftur til Santos á dögunum eftir misheppnaða dvöl hjá Al-Hilal í Sádi-Arabíu en hann byrjaði ekki vel hjá uppeldisfélaginu.
Hinn 33 ára gamli Neymar komst aðeins einu sinni fram hjá varnarmanni í átta tilraunum, tapaði boltanum 24 sinnum og átti ekki eitt einasta skot á þeim 75 mínútum sem hann spilaði. Þá heppnuðust aðeins 79 prósent sendinga hans.
Neymar hefur sagt að hann ætli aðeins að dvelja tímabundið í heimalandinu og að hugurinn leiti aftur til Evrópu.