José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, skaut föstum skotum á Mauro Icardi, sóknarmann erkifjendanna í Galatasaray, á fréttamannafundi í dag.
Mourinho hefur oft verið kallaður sá sérstaki (e. the special one) og sá Icardi ástæðu til þess að gagnrýna það og kallaði Mourinho þann sem grætur (e. the crying one) á dögunum.
„Icardi er geit (e. goat = greatest of all time), ég neita að tjá mig um geitur,“ sagði Mourinho er hann var spurður út í ummæli Icardi, sem hefur verið meistari, markakóngur og besti leikmaður tyrknesku deildarinnar sem leikmaður Galatasaray.