Verstu úrslit í sögu félagsins

Erlingur Agnarsson sækir að Giannis Kotsiras í leiknum í kvöld.
Erlingur Agnarsson sækir að Giannis Kotsiras í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Víkingur

Grikkir eru ekki sáttir við frammistöðu Panathinaikos gegn Víkingi í Sambandsdeild karla í fótbolta í Helsinki í kvöld en gríska stórliðið tapaði þar óvænt, 2:1.

Hellas Football, síða um grískan fótbolta á samskiptamiðlinum X, segir um leikinn:

"Vítaspyrna frá Ioannidis seint í leiknum gefur þeim grænu líflínu fyrir síðari leikinn. Í heildina var þetta skammarleg frammistaða og verstu úrslit í sögu félagsins í Evrópukeppni."

Þar eru stór orð ekki spöruð því leikurinn í kvöld var 314. Evrópuleikur Panathinaikos sem einu sinni hefur spilað úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert