Grikkir eru ekki sáttir við frammistöðu Panathinaikos gegn Víkingi í Sambandsdeild karla í fótbolta í Helsinki í kvöld en gríska stórliðið tapaði þar óvænt, 2:1.
Hellas Football, síða um grískan fótbolta á samskiptamiðlinum X, segir um leikinn:
"Vítaspyrna frá Ioannidis seint í leiknum gefur þeim grænu líflínu fyrir síðari leikinn. Í heildina var þetta skammarleg frammistaða og verstu úrslit í sögu félagsins í Evrópukeppni."
Þar eru stór orð ekki spöruð því leikurinn í kvöld var 314. Evrópuleikur Panathinaikos sem einu sinni hefur spilað úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða.
FT: Vikingur 2-1 PANATHINAIKOS
— Hellas Football (@HellasFooty) February 13, 2025
A late Ioannidis penalty gives the Greens a lifeline heading into the 2nd leg. Overall, it was a disgraceful performance and the worst European result in the club's history #paofc #ConferenceLeague pic.twitter.com/uF1sOtZd5e