Stór hópur Íslendinga var mættur til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær þar sem Al Ahli og Al Nassr mættust í efstu deild Sádi-Arabíu í fótbolta.
Leiknum lauk með naumum sigri Al Nassr, 3:2, þar sem Jhon Durán, fyrrverandi framherji Aston Villa, skoraði tvívegis fyrir Al Nassr.
Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B og verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá Árvakri, var á vellinum ásamt félögum sínum í gær.
Hann tók víkingaklappið með portúgölsku stórstjörnunni Cristiano Ronaldo í leikslok en myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.