Albert entist ekki lengi

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson Ljósmynd/Alex Nicodim

Como gerði góða ferð til Flórens og sigraði Fiorentina, 2:0, á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.

Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 55. mínútu hjá Fiorentina, náði sér í gult spjald á 64. mínútu og fór síðan meiddur af velli á 74. mínútu.

Fiorentina er í 6. sæti deildarinnar með 42 stig eftir 25 leiki. Como er í 13. sæti með 25 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert