Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Brann á dögunum.
Eggert, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við norska félagið frá Elfsborg í Svíþjóð en hann flaug beint til Málaga á Spáni þar sem Brann er í æfingaferð.
Við komuna til Málaga tóku á móti honum norskir blaðamenn frá Bergen og létu þeir spurningarnar dynja á honum við komuna til Spánar.
„Hvernig var flugið? Af hverju viltu spila fyrir Brann? Hvað kemur þú með að borðinu fyrir félagið? Hvað er uppáhaldsstaðan þín á vellinum?“ voru allt spurningar sem Íslendingurinn fékk á flugvellinum en myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
@btballspark Eggert Gudmundsson ble møtt av Brann i Spania✈️
♬ original sound - Ballspark