Enski knattspyrnudómarinn Gareth Viccars hefur verið ákærður fyrir barnaníð en honum er gefið að sök að hafa átt samræði við stúlku á milli 13 og 15 ára aldurs.
Viccars, sem er 46 ára, hóf að dæma í B-, C- og D-deildum Englands sem aðstoðardómari árið 2018. Hann dæmdi síðast í ágúst á síðasta ári þegar rannsókn á meintum brotum hans hófst.
Verður mál Viccars tekið fyrir 7. mars næstkomandi.