Meta landsliðsmanninn á tvo milljarða

Ísak Bergmann Jóhannesson vekur athygli hjá Fortuna Düsseldorf.
Ísak Bergmann Jóhannesson vekur athygli hjá Fortuna Düsseldorf. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er sagður kosta um tvo milljarða íslenskra króna og vera einn af eftirsóttustu ungu leikstjórnendunum í fótboltanum í Evrópu um þessar mundir.

CIES Football Observatory birtir á síðu sinni á samskiptamiðlinum X verðlista yfir þá leikmenn yngri en 23 ára, sem ekki spila í fimm sterkustu deildum Evrópu, og flokkast sem leikstjórnendur. 

Þar er Ísak metinn þriðji dýrasti leikmaðurinn í þessari stöðu, á 14,2 milljónir evra eða ríflega tvo milljarða íslenskra króna. Hann leikur með Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deildinni.

Fyrir ofan hann á listanum eru Ardon Jashari, leikmaður Club Brugge í Belgíu, á 18,2 milljónir evra og Isaac Price frá WBA í ensku B-deildinni á 16,5 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert