Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er sagður kosta um tvo milljarða íslenskra króna og vera einn af eftirsóttustu ungu leikstjórnendunum í fótboltanum í Evrópu um þessar mundir.
CIES Football Observatory birtir á síðu sinni á samskiptamiðlinum X verðlista yfir þá leikmenn yngri en 23 ára, sem ekki spila í fimm sterkustu deildum Evrópu, og flokkast sem leikstjórnendur.
Þar er Ísak metinn þriðji dýrasti leikmaðurinn í þessari stöðu, á 14,2 milljónir evra eða ríflega tvo milljarða íslenskra króna. Hann leikur með Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deildinni.
Fyrir ofan hann á listanum eru Ardon Jashari, leikmaður Club Brugge í Belgíu, á 18,2 milljónir evra og Isaac Price frá WBA í ensku B-deildinni á 16,5 milljónir evra.
Top estimated transfer values, U2⃣3⃣ non-big-5 league playmaker creators 🪄
— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 17, 2025
🥇 #ArdonJashari 🇨🇭 €18.2m (#Transfermarkt €11m)
🥈 #IsaacPrice #NIR €16.5m (TM €3m)
🥉 #IsakJohannesson 🇮🇸 €14.2m (TM €5m)#Sucic 🇭🇷 #Kjaergaard 🇩🇰 #Batrakov 🇷🇺 #Hackney 🏴 #Moran 🇮🇪 #McGlynn 🇺🇸… pic.twitter.com/5PzIUaMRjm