Rekinn eftir aðeins tvo mánuði

Diego Cocca á hliðarlínunni.
Diego Cocca á hliðarlínunni. AFP/Cesar Manso

Spænska knattspyrnufélagið Real Valladolid hefur vikið knattspyrnustjóranum Diego Cocca frá störfum eftir aðeins tvo mánuði í starfinu.

Cocca tók við af Paulo Pezzolano í desember og stýrði Valladolid átta sinnum. Uppskeran var einn sigur og sjö töp.

Pezzolano kom Valladolid upp í efstu deild á síðustu leiktíð en liðið er langneðst í spænsku 1. deildinni með 15 stig eftir 24 leiki, átta stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert