París SG vann landa sína 10:0

Senny Mayulu fagnar marki sínu í kvöld.
Senny Mayulu fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Julien de Rosa

París SG er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir vægast sagt sannfærandi sigur á löndum sínum frá Brest, 7:0, í seinni leik liðanna í umspilinu í kvöld.

Parísarliðið vann fyrri leikinn á útivelli 3:0 og einvígið samanlagt 10:0. PSG mætir annaðhvort Liverpool eða Barcelona í stórleikjum í næstu umferð.

Liðið úr frönsku höfuðborginni skipti mörkunum bróðurlega á milli sín því þeir Bradley Barcola, Khvicha Kvaratskhelia, Vitinha, Désiré Doué, Nuno Mendes, Goncalo Ramos og Senny Mayulu skoruðu allir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert