Veðbankar hafa litla trú á því að Víkingur úr Reykjavík nái í hagstæð úrslit gegn Panathinaikos í síðari leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar í Aþenu annað kvöld.
Víkingar leiða í einvíginu, 2:1, eftir sigur gegn fyrri leik liðanna í Helsinki í Finnlandi á fimmtudaginn í síðustu viku þar sem þeir Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk Víkinga.
Stuðullinn á Víkingssigur á bet365, sem er ein stærsta veðmálasíða Bretlands, er 19,00 en stuðullinn á sigur Panathinaikos er 1,14. Þá er stuðullinn á jafntefli 7,5.
Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.