Frændur okkar áfram eftir framlengingu

Bodø/Glimt er komið áfram eftir sigur á Twente.
Bodø/Glimt er komið áfram eftir sigur á Twente. AFP/Fredrik Varfjell

Bodø/Glimt frá Noregi tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í fótbolta með sigri á Twente frá Hollandi, 5:2.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:2 fyrir Bodø/Glimt og því þurfti að framlengja, því samanlögð staða var 4:4.

Heimamenn í Bodø/Glimt voru sterkari í framlengingunni og bættu við tveimur mörkum og unnu einvígið samanlagt 6:4.

Ítalska liðið Roma er komið áfram eftir sigur á Porto á heimavelli, 3:2. Urðu lokatölur í einvíginu 4:3. Paulo Dybala gerði tvö mörk fyrir Roma.

AZ Alkmaar frá Hollandi er einnig komið áfram eftir jafntefli á útivelli gegn Galatasaray í Tyrklandi, 2:2. AZ vann fyrri leikinn 4:1 og komst því örugglega áfram.

Þá er rúmenska liðið FCSB komið áfram eftir heimasigur á PAOK, 2:0. FCSB vann fyrri leikinn 2:1 og einvígið 4:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert