Orri Steinn skoraði eftir sjö mínútur

Orri Steinn Óskarsson fagnar í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson fagnar í kvöld. AFP/Ander Gillenea

Orri Steinn Óskarsson var á skotskónum fyrir Real Sociedad þegar liðið hafði betur gegn Midtjylland frá Danmörku í síðari leik liðanna í umspili Evrópudeildarinnar í fótbolta á Spáni í kvöld.

Orri Steinn kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og skoraði fimmta mark Real Sociedad, sjö mínútum síðar, en leiknum lauk með 5:2 sigri spænska liðsins.

Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður hjá Midtjylland sem er úr leik en Real Sociedad vann einvígið, samanlagt 7:3.

Þá er Viktoria Plzen frá Tékklandi komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir öruggan sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi, 3:0, í Tékklandi en Tékkarnir unnu einvígið, samanlagt 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert