Frakkar með fyrsta sigurinn í riðli Íslands

Marie-Antoinette Katoto fagnar sigurmarkinu.
Marie-Antoinette Katoto fagnar sigurmarkinu. AFP/Valentine Chapuis

Frakkland hafði betur gegn Noregi, 1:0, í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta á heimavelli í kvöld.

Varamaðurinn Marie-Antoinette Katoto, leikmaður París SG, skoraði sigurmarkið á 73. mínútu.

Frakkar eru þar með í toppsæti riðilsins því Ísland og Sviss skildu jöfn í Sviss í kvöld, 0:0.

Ísland mætir Frakklandi á útivelli næstkomandi þriðjudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka