Íslendingnum hrósað í hástert

Ísak Bergmann Jóhannesson er að slá í gegn í Þýskalandi.
Ísak Bergmann Jóhannesson er að slá í gegn í Þýskalandi. Ljósmynd/Alex Nicodim

Þýska dagblaðið Bild fer afar fögrum orðum yfir Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmann í fótbolta, í grein í dag.

Ísak hefur átt mjög gott tímabil með Düsseldorf í B-deildinni en liðið er í hörðum slag um sæti í efstu deild. Að sögn Bild er Ísak besti leikmaður síns liðs.

„Ísak er besti leikmaður liðsins á tímabilinu. Hann er búinn að búa til þrettán mörk og er mjög stöðugur. Þá er hann líka leiðtogi, þrátt fyrir ungan aldur. Það er meiri ábyrgð á honum núna og hann skilar alltaf sínu mjög vel.

Hann kemur svo í viðtal eftir hvern einasta leik þótt það sé ekki beðið um það og talar hreint við blaðamann. Hann er ekki með einhverjar klisjur,“ segir í umfjölluninni um Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka