Lygilegt tap í fyrsta leik Elísabetar

Elísabet ræðir við sitt lið í kvöld.
Elísabet ræðir við sitt lið í kvöld. AFP/Jose Jordan

Elísabet Gunnarsdóttir stýrði belgíska kvennaliðinu í fótbolta í fyrsta skipti í kvöld er liðið mætti heimsmeisturum Spánar á útivelli í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Urðu lokatölur eftir lygilegan lokakafla 3:2 fyrir Spáni en staðan var 2:1 fyrir Belgíu eftir venjulegan leiktíma.

Mariam Toloba kom Belgíu yfir á 18. mínútu og Tessa Wullaert tvöfaldaði forskotið á 72. mínútu.

Cláudia Pina minnkaði muninn á 77. mínútu og var staðan 2:1 þar til á annarri mínútu uppbótartímans en þá jafnaði Lucía García.

Stefndi allt í jafntefli þegar Cristina Martín-Prieto skoraði sigurmark Spánverja á sjöttu mínútu uppbótartímans og þar við sat. England og Portúgal eru í sama riðli og er leikur þeirra nýhafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka