Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í spænska knattspyrnufélaginu Real Sociedad mæta Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag en Real Sociedad hafði betur gegn Midtjylland í umspili deildarinnar, samanlagt 7:3, á meðan United hafnaði í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig, stigi minna en topplið Lazio og Athletic Bilbao.
Tottenham mætir AZ Alkmaar frá Hollandi, Lazio mætir Viktoria Plzen og Athletic Bilbao mætir Roma.
Leikirnir í sextán liða úrslitum keppninnar fara fram 6. mars og 13. mars þar sem leikið verður heima og að heiman.
Drátturinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar:
Viktoria Plzen – Lazio
Bodö/Glimt – Olympiacos
Ajax – Frankfurt
AZ Alkmaar – Tottenham
Real Sociedad – Manchester United
FCSB – Lyon
Fenerbahce – Rangers
Roma – Athletic Bilbao