Ungur knattspyrnumaður lést rétt fyrir leik

Gabriel Protásio lést rétt fyrir leik.
Gabriel Protásio lést rétt fyrir leik. Ljósmynd/xvdejau_oficia

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Gabriel Protásio lést í vikunni, aðeins 26 ára að aldri.

Protásio, sem lék fyrir XV de Jau í þriðju efstu deild Brasilíu, lést á heimavelli liðsins þegar hann var að gera sig kláran fyrir leik gegn Uniao Suzano.

Rétt áður en hann gat komið sér inn á grasið veiktist hann skyndilega og tókst ekki að bjarga lífi hans, þrátt fyrir aðhlynningu lækna á vellinum.

Var hann rakleiðis sendur á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að rannsókn á andlátinu standi yfir og dánarorsök séu óljós á þessari stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka