Atletico Madrid gerði góða ferð til Valencia í dag þegar liðið vann 3:0 sigur í efstu deild karla í spænska fótboltanum.
Julian Alvarez, fyrrum leikmaður Manchester City, skoraði fyrstu tvö mörk gestanna í dag. Fyrra markið skoraði hann á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Giuliano Simeone og það seinna skoraði hann á 30. mínútu eftir sendingu frá Antoine Griezmann.
Það var síðan Angel Correa sem innsiglaði sigur Atletico Madrid með marki á 86. mínútu eftir sendingu frá Conor Gallagher.
Eftir sigurinn er Atletico Madrid komið á topp deildarinnar með 53 stig og hefur eins stigs forystu á Barcelona og Real Madrid.