Inter á toppinn í Ítalíu

Lautaro Martinez fagnar marki sínu í kvöld.
Lautaro Martinez fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Piero Cruciatti

Inter tók á móti Genoa í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld og endaði leikurinn með sigri heimamanna í Inter, 1:0.

Það var fyrirliði Inter, Lautaro Martinez, sem gerði sigurmarkið á 78. mínútu leiksins þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Hakan Calhanoglu.

Með sigrinum er Inter komið á toppinn, stigi á undan Napoli sem leikur á morgun gegn Como og getur komist aftur á topp deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert