Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark Fortuna Düsseldorf í 1:1-jafntefli liðsins gegn Köln í þýsku B-deildinni í dag.
Florian Kainz kom heimamönnum yfir á 67. mínútu. Á 90. mínútu fékk Düsseldorf víti og fór Ísak á punktinn og skoraði.
Bæði Ísak og samherji hans, Valgeir Lunddal Friðriksson, spiluðu allan leikinn fyrir Düsseldorf.
Düsseldorf situr í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig, þremur stigum á eftir Köln í öðru sæti.