Özil snýr sér að pólitík

Mesut Özil ásamt Recep Tayyip Er­dog­an Tyrklandsforseta.
Mesut Özil ásamt Recep Tayyip Er­dog­an Tyrklandsforseta. AFP/Kayhan Ozer

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Mesut Özil hefur ákveðið að snúa sér að pólitík í stjórnarflokk Recep Tayyip Erdogans Tyrklandsforseta. 

Özil fæddist í Þýskalandi en foreldar hans eru Tyrkir. Hann lék þó fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari árið 2014. 

Hann hefur lengi verið mikill stuðningsmaður Erdogans forseta og var í gegnum ferilinn harðlega gagnrýndur fyrir það af fjölmiðlum og hægri flokkum í Þýskalandi. Hann lenti upp á kant við þýska knattspyrnusambandið og sakaði það um rasisma.

Özil var í dag kjörinn inn í stjórnarflokk Erdogans sem hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2002. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert