Mikael Anderson skoraði og lagði upp í 4:0-sigri AGF gegn AaB frá Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Á 20. mínútu lagði Mikael upp á Patrick Mortensen í fyrsta marki leiksins. Mikael tvöfaldaði síðan forystu AGF á 48. mínútu.
Mikael spilaði allan leikinn á miðju AGF en Nóel Atli Arnórsson var á bekknum hjá AaB.
AGF er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum frá FC Kaupmannahöfn á toppnum. AaB er í níunda sæti með 17 stig.