Snýr aftur heim

Robin van Persie.
Robin van Persie. AFP/Olaf Kraak

Hollendingurinn Robin van Persie hefur tekið við sem nýr stjóri Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni.

Van Persie, sem er 41 árs, kemur frá Heerenveen en hann tók við liðinu í maí á síðasta ári.

Van Persie hóf og lauk leikmannaferli sínum hjá Feyenoord. Hann gekk til liðs við Arsenal frá Feyenoord árið 2004 og var þar í átta ár.

Árið 2012 fór van Persie til Manchester United og vann sinn fyrsta Englandsmeistaratitil með félaginu en Hollendingurinn skoraði 26 mörk í deildinni það tímabil.

Van Persie tekur við af Dananum Brian Priske sem var látinn fara í síðustu viku en hann hafði aðeins unnið einn í síðustu sex leikjum.

Feyenoord situr í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig, níu stigum á eftir PSV í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert