Bayern München vann stórsigur á Eintracht Frankfurt, 4:0, í efstu deild karla í þýska fótboltanum í München í dag.
Bayern er í toppsæti deildarinnar með 58 stig, átta stigum á undan Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen.
Michael Olise, Hiroki Ito, Jamal Musiala og Serge Gnabry skoruðu mörk Bayern-liðsins.