Keyrði frá Spáni til Hollands

Lucas Pérez er kominn til PSV Einhoven.
Lucas Pérez er kominn til PSV Einhoven. Ljósmynd/PSV

Knattspyrnumaðurinn Lucas Pérez var vægast sagt spenntur þegar hann heyrði frá áhuga hollenska félagsins PSV en hann samdi við félagið um helgina.

Pérez hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Deportivo la Coruna í vetur og var hann hæstánægður þegar hann fékk símtal frá forráðamönnum hollenska félagsins.

Var hann svo spenntur að hann keyrði sjálfur frá heimili sínu í Madríd á Spáni og til Einhoven í Hollandi til að ganga frá samningnum. Tók ferðin rúmlega 17 klukkutíma enda leiðin 1.700 kílómetrar.

View this post on Instagram

A post shared by MARCA (@marca)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert