Lið Jóhanns færir sig frá fallsvæðinu

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Ljósmynd/Al-Orobah

Al Orobah vann mikilvægan útisigur á Damac, 2:1, í sádiarabísku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. 

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Orobah og nældi sér í gult spjald. Honum var skipt af velli í uppbótartíma leiksins þegar hans lið var 2:0 yfir.

Al Orobah, sem hefur verið í mikilli fallbaráttu á tímabilinu, hefur nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og er í 13. sæti með 23 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert